Jordan Peterson um slaufunarmenningu: „Þetta gera narsisistar, machíavelistar og siðblindingjar“

top augl

Slaufunarmenning er afsprengi andfélagslegrar hegðunar og persónuleikaraskana að sögn
kanadíska sálfræðiprófessorsins Jordan Peterson sem settist niður í podcastspjall með Frosta Logasyni þegar hann heimsótti Ísland í síðasta mánuði.

Dr. Jordan B Petersson er heimsþekktur prófessor í sálfræði sem hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir bækur sínar og fyrirlestra. Hann hefur þótt umdeildur, sérstaklega hjá ákveðnum kreðsum á vinstri vængnum sem virðast hafa miklar áhyggjur af því hversu margir vilji sækja fyrirlestra hans hér á landi sem annars staðar.
Þegar Peterson var spurður út í slaufunarmenningu, út frá sjónarhóli sálfræðinnar, sagði
hann fyrirbærið eiga sér tvær megin andfélagslegar rætur. Annars vegar liggji þær í illkvittni þeirra sem hafi unun af því að vera eyðileggjandi afl í umhverfi sínu og hins vegar spretti þær upp úr lúmskari þætti sem snýr að því hvernig fólk vilji blása upp eigið orðspor með lítillækkun annarra.
Jordan Peterson leggur í viðtalinu áherslu á að orðspor sé verðmætasti eiginleiki sem nokkur manneskja geti búið yfir. Gott orðspor gefi til kynna að fólki sé treystandi og getur þannig haft úrslita áhrif á afkomu og stöðu viðkomandi. Þetta segir Peterson leiða til þess að eyðileggjandi öfl vilji spila á orðsporskerfin.

þær hafa sínar eigin myrkari leiðir til að beita ofbeldi

„Þetta gera narsisistar, machíavelistar og siðblindingjar“ segir Peterson.
Slaufunarmenning sé síðan meira kvenleg tegund af andfélagslegri hegðun á meðan
andfélagslegir karlar séu gjarnari á að beita líkamlegu ofbeldi. „Konur geta ekki keppt við karla á líkamlega sviðinu, en þær hafa sínar eigin myrkari leiðir til að beita ofbeldi, og þær stela orðspori. Og margar þeirra eru mjög góðar í því,“ segir Jordan Peterson að lokum.

Viðtal Frosta við hann er að finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni