- Auglýsing -
Tilkynning barst til lögreglu um mikla brunalykt í austurborginni í um klukkan hálf þrjú í nótt. Í ljós kom að iðinn íbúi var að brenna garðúrgangi í garðinum sínum. Reykjamökkurinn vakti litla kátínu hjá íbùum í nærliggjandi húsum – eða almennt í hverfinu öllu. Íbúinn sem stóð að baki ætlaði að slökkva eldinn og finna aðrar leiðir til að losna við úrganginn.
Margir voru stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áfengis eða fíkniefna.