Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Kotasæla í hátíðaréttum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kotasæla er holl afurð sem gott er að nota í allskonar rétti. Hér eru uppskriftir að kartöflugratíni, pasta og eftirrétti þar sem kotasæla gegnir lykilhlutverki – réttir sem ganga vel með áramóta- eða nýjársmatnum.

 

Kartöflugratín

fyrir 6-8

3 dl kotasæla
2 dl rifinn ostur
1 msk. þurrkað rósmarín
salt og pipar
500 g forsoðnar kartöflur

Hitið ofn í 180°C. Blandið kotasælu, rifnum osti og rósmaríni saman í skál og hrærið vel. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið kartöflur saman við og hrærið saman. Setjið í eldfast mót og hitið í 30-40 mínútur, eða þar til kartöflurnar verða gullnar að lit.

Einfaldur eftirréttur

fyrir 4

300 g kotasæla
5 dl rjómi
korn úr ½ vanillustöng eða 1 tsk. vanilludropar
2 mandarínur
8 jarðarber
1 tsk. sítrónusafi
4 msk. hunang
½ tsk. kanill

- Auglýsing -

Byrjið á því að setja kotasælu, rjóma og vanillu í matvinnsluvél og blanda þar til alveg kekkjalaust. Geymið í kæli. Skerið mandarínur og jarðarber í bita, setjið í skál og blandið sítrónusafa saman við. Blandið hunangi og kanil saman. Setjið kotasælublöndu í skál eða glas, þá ávextina og loks kanilhunangið eða berið það fram með. Berið fram strax.

Pasta

fyrir 4

300 g pasta að eigin vali, gjarnan gott ferskt tortellini
2 msk. rjómaostur
2 msk. sýrður rjómi
200 g kotasæla
2 hvítlauksgeirar
salt og pipar
steinselja

- Auglýsing -

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum og setjið til hliðar. Setjið rjómaost, sýrðan rjóma, kotasælu og hvítlauk í matvinnsluvél og hrærið þar til alveg samfellt og kekkjalaust. Bragðbætið með salti og pipar og skreytið með ferskri steinselju.

Umsjón / Katrín Rut Bessadóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -