Fjöllistamaðurinn Daníel Halldór Guðmundsson, sem ber listamannanafnið Daníel Christianworthy, opnar á næstu dögum sína fyrstu sýningu í Núllinu í Bankastræti.
Daníel Christianworthy (Daníel Halldór Guðmundsson) heldur sína fyrstu listasýningu í Núllinu í Bankastræti á morgun, 21. júlí en opið verður frá 12 til 19 daglega. Mun sýningin standa yfir frá 21. til 23. júlí og er ókeypis inn.
Í sýningunni spyr listamaðurinn sig: „Hvað ef amma væri lundi?“ en sýningargestum er boðið í forvitnilegan göngutúr með ömmu í gegnum hin ýmsu listform þar sem túrisminn og lundaveiðar nútímans eru til rannsóknar, líkt og segir í kynningu sýningarinnar. Göngutúrinn er einungis í krókum og kimum miðbæjarins og ekki er spurt um veður og vind þegar túrinn er farinn. Er þetta fyrsta sýning Daníels.