Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Gunnar Hrafn minnist besta vinar síns sem tók eigið líf: „Við hljótum að geta gert átak, sem þjóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Hrafn Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum þingmaður Pírata, kallar eftir átaki gegn sjálfsvígum.

Gunnar Hrafn, sem sjálfur hefur glímt við þunglyndi og verið opinn með það, minntist í dag besta vinar síns sem tók sitt eigið líf fyrir 22 árum síðan. Bendir hann einnig á að meira en 40 Íslendingar falli fyrir eigin henda en fleiri látast af þeim völdum en í umferðarslysum. Í færslunni kallar Gunnar Hrafn einnig eftir þjóðarátaki þar sem stjórnvöld eru krafin alvöru breytinga og fjárveitingu í samræmi við alvarleika vandans.

Færslan birtist hér í heild sinni með góðfúslegu leyfi Gunnars Hrafns

„Í dag eru 22 ár liðin síðan besti vinur minn kvaddi þennan heim. Meira en fjörutíu Íslendingar falla fyrir eigin hendi á hverju ári en það væri hægt að lækka þá tölu mikið og hlífa mörgum fjölskyldum og aðstandendum við ólýsanlegum sársauka – einfaldlega með því að uppfæra geðheilbrigðiskerfið okkar fyrir 21. öldina.

Það kostar peninga, en sjálfsvíg eru algengari en t.d. banaslys í umferðinni og eru helsta banamein ungs fólks á landinu. Við hljótum að geta gert átak, sem þjóð, sem aðstandendur, um að stjórnvöld bregðist við með alvöru breytingum og fjárveitingum í samræmi við alvarleika vandans.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -