Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Get ekki einu sinni hringt í leigusalann og útskýrt fyrir honum hvernig staðan er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásrún Fanný Hilmarsdóttir er 19 ára einstæð móðir, sem er að byrja að fóta sig í lífinu eftir meðferð. Hún hefur sótt um fjárhagslega aðstoð í heimabæ sínum vegna aðstæðna sinna, en fengið höfnun. Fjárhagserfiðleikar og óvissa um framtíðina, valda því að kvíðinn sem hún  hefur glímt við frá unga aldri tekur yfir. Gleðin í lífi Ásrúnar er þó dóttir hennar sem hún segist elska meira en allt.

 

Lestu einnig: „Í núverandi aðstæðum sé ég enga gleði“

Ásrún leigir íbúð á 230 þúsund krónur á mánuði og eftir að hún hætti með barnsföður sínum og þarf ein að standa skil á leigunni ræður hún ekki við hana, enda ekki verið með neinar tekjur eða fjárhagsstyrk í langan tíma. Hún hefur tvisvar sótt um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ og fengið synjun í bæði skiptin þar sem hún er með vinnu. Hún segist ekki viss um hvort hún hefði fengið fjárhagsaðstoðina ef hún væri atvinnulaus.

„Ég fékk ekki greitt fæðingarorlof þar sem ég hafði ekki unnið í 12 mánuði samfleytt áður, en ég fékk styrk í tvo mánuði, um 70 þúsund á mánuði frá Fæðingaorlofssjóði,“ segir Ásrún. Hún fær stuðning frá móður sinni og móður barnsföður síns í því að sinna dótturinni, en ekki fjárhagslegan stuðning. Hann sækir hún stundum til föður síns, en segir það erfitt. „Pabbi aðstoðar mig fjárhagslega þegar hann getur, en það er ekki hægt að lifa alltaf á pabba sínum, ég fæ bara samviskubit þegar ég spyr hann.“

„Síðustu daga hefur amma dóttur minnar farið með hana á leikskólann af því að ég hef ekki efni á að fara með hana í strætó og ég er ekki á bíl,“ segir Ásrún. Hún skuldar leigu fyrir tvo mánuði og sér ekki fram á að geta greitt skuldina miðað við núverandi stöðu. Hún segir að þó að engin skuld væri til staðar myndi hún alltaf þurfa einhverja fjárhagsaðstoð því launin dugi ekki til.

Alltaf átt erfitt með að tala um tilfinningar

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að Ásrún opni sig við blaðamann segist hún alla tíð hafa átt erfitt með að tala um tilfinningar sínar. „Ég leyfi þessu að grassera þar til ég spring, en ég er að reyna að vinna í þessu og mun læra það í sporavinnu, þegar ég byrja á henni. Ég skil ekki hvernig er hægt að vera svona lokuð, ég get ekki einu sinni hringt í leigusalann og útskýrt fyrir honum hvernig staðan er, ég bara hef það ekki í mér að taka upp tólið. Ég er svo kvíðin yfir að fá ógeðsleg viðbrögð, að það verði öskrað á mig eða ég skömmuð, ég er svo viðkvæmt blóm stundum. Mamma hefur talað við leigusalann fyrir mig. Ég ræð ekki við erfiðar aðstæður, þetta gerir syfjaða og ég missi orku.“

Lestu viðtalið við Ásrúnu í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -