Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Maður á flótta frá lögreglu kastaðist 10 metra úr bíl við Hvalfjarðargöngin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökumaður á flótta undan lögreglu lenti í árekstri við Hvalfjarðargöngin á áttunda tímanum í kvöld. Fréttablaðið greinir frá því að maðurinn hafi lent í árekstri sem varð til þess að bíll hans flaug upp í loftið. Maðurinn er sagður hafa kastast úr bílnum og lent um 10 metrum frá slysstað.

Fréttablaðið hefur þetta eftir eiginmanni sjónarvotts, sem var á leið úr bænum í strætisvagni.

„Hún fékk það staðfest að þetta var eftirför lögreglu sem endaði þannig að sá sem var að reyna að komast undan lenti í árekstri sem til kom eftir að hann ók mjög óvarlega. Þá flaug bíllinn upp í loftið. Í þokkabót þá kastaðist maðurinn út úr bílnum á meðan hann var í loftinu. Alveg einhverja tíu metra,“ hefur Fréttablaðið eftir manninum.

Lögregla verst allra fregna af málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -