Annþór Karlsson er í podcasti Mannlífs þessu sinni. Hann sneri við blaðinu fyrir mörgum árum eftir að hafa verið umsvifamikill á glæpabrautinni og á kafi í neyslu. Í viðtalinu dregur Annþór ekkert úr því hve forhertur hann var á sínum tíma. Nú fagnar hann því að hafa verið án vímuefna í rúman áratug og að hafa menntað sig á ýmsum sviðum. Hann segir meðal annars frá því í viðtalinu þegar það varð honum til happs að vera hleraður af lögreglunni. Þá hafði maður nokkur kært hann til lögreglu fyrir hótanir. Kærandinn staðhæfði að Annþór hefði hótað að koma inn á heimili hans og ganga í skrokk á honum. Annþór þvertók fyrir það. Lögreglumaðurinn staðfesti að lögreglan vissi þetta því hann hefði verið hleraður og samtalið tekið upp. Hann var í þessu tilviki stálheppinn að vera undir smásjá löggunnar ….