- Auglýsing -
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu átti fremur rólega og tíðindalitla nótt eftir annars annasama helgi.
Þó nokkuð barst af tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir við hús og á lóðum. Óheppinn ökumaður bifreiðar, í Kópavogi, ók á staur um klukkan hálfþrjú í nótt. Einhverjir voru stöðvaðir vegna gruns vegna akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Einungis 20 mál voru skráð hjá lögreglunni í nótt og voru þau öll minniháttar.