Reikna má með rigningu og vætu um mest allt land í vikunni, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Þá er spáð hægri breytilegri átt, skýjað og dálitlum skúrum.
Á þriðjudaginn:
Hægt vaxandi suðaustanátt eftir hádegi á morgun, 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestantil á landinu annað kvöld.
Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s. Rigning víða um land, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu en úrkomuminna á Norðausturlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á fimmtudag:
Suðvestan og vestan 5-10 og dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri á austanverðu landinu með hita að 18 stigum.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt 5-13 og víða rigning eða súld. Hiti 8 til 13 stig.
Á laugardag:
Stíf norðvestan- og vestanátt með rigningu, en styttir upp sunnan- og vestanlands. Kólnar fyrir norðan.
Á sunnudag:
Vestanátt og bjart að mestu, en skýjað vestantil. Hiti 9 til 15 stig.