Hatursfullt skemmdarverk var unnið á útiskreytingu við Grafarvogskirkju í gær. Stigi við kirkjuna hefur verið skreyttur fána hinseginsamfélagsins. Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem ráðist er á verkið. Talsmenn kirkjunnar tilkynntu um verknaðinn á fésbókarsíðu hennar.
Krotað var LEVITICUS 20:13. Er ritunin tilvitun í 3. Mósebók í Biblíunni og þar segir: ,,Leggist karlmaður með karlmanni eins og þegar lagst er með konu fremja þeir báðir viðurstyggilegt athæfi. Þeir skulu báðir líflátnir. Blóðsök þeirra skal koma yfir þá.“
Þá kemur fram á færslu kirkjunnar:„Í sama kafla eru líka ýmis ákvæði um að lífláta skuli fólk fyrir aðrar sakir, s.s. að ,,bölva föður sínum eða móður“, einnig á að lífláta fólk sem sefur hjá einhverjum tengdum sér, t.d. mági eða tengdadóttur og ef karlmaður sefur hjá konu á blæðingum, á að lífláta þau bæði.
Boðskapur Jesú Krists er í fullu samræmi við mannréttindayfirlýsingar, og við í Grafarvogskirkju stöndum með mannréttindum og berjumst gegn hatri og fordómum.
Í gær fjallaði Mannlíf um bréf til biskupsritara og konu hans. Sjá hér.