Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sigga fagnar stórafmælinu á Spáni: „Það vill svo til að við erum sex af sjö systkinum hér úti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins á stórafmæli í dag. Um er að ræða enga aðra en poppdrottningu Íslands, Siggu Beinteins! Sigga fagnar í dag sextugs afmæli sínu.

Á síðunni Glatkistan.is segir að Sigga hafi fyrst vakið „athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision keppninni 1990 ásamt þáverandi hljómsveit sinni, Stjórninni, og lenti í fjórða sæti. Sigga hefur gefið út nokkrar sóló- og safnplötur, og starfað með flestum af stærstu tónlistarmönnum landsins bæði á plötum og á sviði.“

Mannlíf heyrði í afmælisbarninu í tilefni dagsins og spurði hana hvort hún hyggðist halda upp á daginn og þá á hvaða hátt.

„Ég er nú stödd á Spáni eins og er, í hlýjunni. Það vill svo til að við erum sex af sjö systkinum hér úti á sama tíma, þannig að við ætlum að halda smá teiti hjá einni systur minni sem er með hús hérna og svo ætlum við bara að fara út að borða og hafa það gaman,“ svaraði Sigga hress í símanum.

En hvað er framundan hjá Siggu?

„Ég kem heim á fimmtudagskvöld og þá fer ég eiginlega beint norður í land. Við í Stjórninni erum að spila á Græna hattinum um Verslunarmannahelgina og svo erum við Grétar að syngja á Sæludögum í Vatnaskógi. Svo er náttúrulega risa vika framundan, Hinsegin dagar og Gay Pride og allt þetta en ég kem meðal annars fram á opnunarhátíðinni og svo er Stjórnin að spila á ballinu sjálfu.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Siggu innilega til hamingju með stórafmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -