Frú Ragnheiður veitir fólki með fíknivanda hjálp: „Upprunalega hugsuð sem nálaskiptaþjónusta“

top augl

Nýjustu gestir bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium eru þau Kristín Davíðsdóttir og Svavar Georgsson. Kristín er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum og Svavar er fyrrum skjólstæðingur frú Ragnheiðar og að eigin sögn fíkill og alkahólisti í bata en hann hefur verið edrú í bráðum þrjú ár. Hér er brot úr viðtalinu.

Frú Ragnheiður hefur verið starfrækt síðan 2009 en þar er unnið eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem getur hlotist af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa.

 

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands við Frú Ragnheiði

Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neysluhegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af verkefninu og er það án mikils tilkostnaðar.

Frú Ragnheiður

Kristín kynntist málaflokknum er hún starfaði á smitsjúkdómadeild Landsspítalans. Þar sá hún sjúklinga sem komu inn í virkri neyslu og í mjög alvarlegu ástandi oft á tíðum. Alvarlegar sýkingar út frá síendurteknum stungum sem og sýkingar í hjartalokum var eitthvað sem hún varð mikið var við ásamt lifrabólgu C og HIV. Síðastliðin tvö ár hefur hún svo starfað sem teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Skaðaminnkunarúræðið Frú Ragnheiður er aðalega að veita fólki með fíknivanda búnað til sinnar neyslu. Búnaður sem um ræðir eru sprautur og nálar ásamt öðrum búnaði til blöndunar á fíkniefnum í æð. Ásamt nauðsynlegum og hreinum búnaði deila þau einnig út fæðu og drykkjum, þá kókómjólk, orkustykkjum og samlokum. Tjöld og svefnpokar ásamt hlýjum fötum deila þau einnig því næturnar og oft einnig dagarnir utandyra, geta reynst heimililausum eiturlyfjaneytendum afar erfitt og lífshættulegt. „Frú Ragnheiður er upprunalega hugsuð sem nálaskiptaþjónusta í raun og veru sem er vel þekkt fyrirbæri í öðrum löndum,“ útskýrði Kristín og hélt áfram. „Þetta byrjaði sem sagt 2009 og var þá í gömlum sjúkrabíl og hafði það meginmarkmið að afhenda einstaklingum hreinan búnað annars vegar og hins vegar að taka á móti notuðum búnaði og farga honum. Við erum að tala um sprautur, nálar og í raun allan búnað sem tengist neyslu. Í dag bjóðum við enn upp á þessa þjónustu en bjóðum einnig upp á næringu, vítamín og slíkt og tjöld og svefnpoka og fleira.“

Á Íslandi er áætlað að um 700 manns séu í virkri neyslu á efnum í æð og af þeim um 350 til 400 manns í Reykjavík. Hversu margir af þeim eru heimillislausir er erfitt að henda reiður á enda oftar en ekki skilgreiningum háð. Kristín segir að klárlega megi sjá árangur af þeirri vinnu sem unnin er í Frú Ragnheiði með að skoða tilfelli greindrar lifrabólgu í þessum hóp frá ári til árs en samkvæmt því fer sú kúrfa minnkandi. Óbeinn sálrænn stuðningur segir Kristín að sé aukreitis ómetanlegur í þessum málum. Um er að ræða skjólstæðinga sem mæta miklum fordómum í samfélaginu og mörgum lokuðum dyrum í kerfinu. Svo mæta þeir hlýju viðmóti og samkennd í bílnum sem oft fær hina hörðustu menn til bresta yfir í einskonar mennsku sem almmennt þrífst ekki svo vel í virki sprautuneyslu.

„Þau segja mörg að þeim þyki mikilvægt að fá að tjá sig ef þau vilja án þess að einhver sé að dæma þau eða hafa skoðun á því eða segja þeim hvað þau eigi að gera,“ sagði Kristín við Gunnar.

Þetta magnaða og upplýsandi viðtal við Svavar og Kristínu má sjá og heyra á spilaranum hér fyrir neðan ásamt að Þvottahúsið finnst á öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni