Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Vilhjálmur hefur fengið nóg og bara eitt í stöðunni: „Þvílíkt djöfulsins rugl og kjaftæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir á Facebook að nú sé mælirinn fullur og kominn tími á almenningur svari fyrir sig. Hann segir að Seðlabankann standa með  fjármálaelítunni á Íslandi, meðan Alþingismenn fylgast með og gera ekkert. Afleiðingar þess eru að búið sé að þurrka upp allan ávinninginn sem hefur náðst í síðasta kjarasamningi.

„Eina sem stýrivaxtahækkanir hafa gert er að færa fé frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum yfir til fjármálakerfisins og ofurríkra fjármagnseigenda.  Munum að frá bankahruninu hafa viðskiptabankarnir þrír skilað yfir 1000 milljörðum í hagnað!,“ segir Vilhjálmur.

„Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans að undanförnu hafa lent af fullum þunga á  heimilum og hafa þúsundir heimila og leigjenda þurft að þola tugþúsunda hækkun á greiðslubyrgði á mánuði. Það er með ólíkindum að almenningur, heimili og fyrirtæki láti það viðgangast að verið sé að færa gríðarlega fjárhæðir í hverjum mánuði frá skuldsettum heimilum og fyrirtækja yfir til fjármálaelítunnar.“

Vilhjálmur segist ekki geta látið þetta yfir sig ganga, nú muni verkalýðshreyfingin svara með sömu hörku. „Aðgerðaleysi stjórnvalda og þingmanna er hrópandi þegar verið er að níðast heimilum með slíkum okurvaxtahækkunum mánuð eftir mánuð. Nú er ekkert annað í stöðunni fyrir verkalýðshreyfinguna en að byrja að undirbúa verkfallsaðgerðir og vera klár í slaginn í haust þegar kjarasamningar renna út. Það er allavega eitt víst að ekki er hægt að horfa aðgerðalaus á Seðlabankann þurrka upp allan ávinninginn sem við náðum í síðasta kjarasamningi og færa þann ávinning yfir til fjármálkerfisins,“ segir Vilhjálmur.

Hann bætir við að þetta snúist um hagsmuni alls eðlilegs fólks. „Nú er komið að samstöðu alls launafólks og vinna bug á þessu ofbeldi sem heimili og launafólk hafa þurft að búa við áratug eftir áratug. Það er þyngra en tárum taki að hlusta á rök Seðlabankans að þessar vaxtahækkanir séu gerðir með hagsmuni heimila og fyrirtækja að leiðarljósi, þvílíkt djöfulsins rugl og kjaftæði.“

Að lokum  segir hann vígareifur: „Við launafólk vil ég segja, það reynir á okkur að brjóta þetta vaxtaofbeldi á bak aftur í komandi kjarasamningum og ef það þarf verkfallsaðgerðir til þess, þá verður svo að vera, enda ekki hægt að horfa uppá þetta átölulaust stundinni lengur! Ég ítreka að allur ávinningur af síðasta kjarasamningi hefur verið færður frá launafólki yfir til fjármálaelítunnar.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -