- Auglýsing -
Samkvæmt dagbók lögreglu barst tilkynning um innbrot í Hafnarfirði. Þá höfðu óprúttnir aðilar brotist inn í nýbyggingu og fjarlægt þaðan verkfæri og áhöld. Málið er nú í rannsókn.
Ekið var á gangandi vegfaranda í Austurborginni í gær. Reyndist hann einungis með lítilsháttar áverka.
Þá var tilkynnt um umferðaslys í Garðabæ, voru áverkar á fólki taldir minniháttar. Nánari tildrög og fjöldi fólksins kom ekki fram.
Annars var nóttin með rólegra móti.