Í vikunni hélt krónprinsinn í Sádi-Arabíu kynningu á Neom sem er ofurborg sem hann hyggst byggja.
Ofurborgin mun innihalda tvo skýjakljúfa sem munu standa á móti hvorum öðrum og mun borgin teygja sig 170 kílómetra meðfram Rauðahafinu. Áætlað er að fyrsti áfangi framkvæmdanna muni kosta um 265 milljara Bandaríkjadala en mun honum ljúka árið 2030. Vísir sagði frá málinu.
Tilkynnt var um áætlaða uppbyggingu Neom árið 2017 en síðan þá hafa drögin að borginni breyst heilmikið. Síðastliðinn mánudag sýndi krónprinsinn, Mohammad bin Salman nýjustu drögin og er óhætt að segja að sjón sé sögu ríkari.