Johnny Depp svarar áfrýjun Amber Heard með sinni eigin áfrýjun.
Viku eftir að Amber Heard áfrýjaði dómi sem hún hlaut í máli Johnny Depp gegn henni vegna ærumeiðinga, svarar Camille Vasquez, lögmaður Depp í sjónvarpsviðtali. ETonline.com segir frá málinu. Vasquez settist niður með viðtalsdrottningunni Gayle King og ræddi viðbrögð lögfræðiteymis Depp við áfrýjun Heard, en hún segir hana ekki hafa komið á óvart.
Þann 21. júlí síðastliðinn komst ET yfir lagaskjöl sem sýndu að Heard sótti um áfrýjun á dómnum sem hún hlaut þann 1. júní á þessu ári en þar var henni gert að borga fyrrum eiginmanni sínum, Johnny Depp 10 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og 5 milljónir dala í refsibætur. Vegna lögbundins hámarks ríkisins voru refsibæturnar lækkaðar í 350.000 Bandaríkjadala. Depp var einnig gert að greiða Heard 2 milljónir dala í skaðabætur sem var partur af niðurstöðu dómsins. Daginn eftir áfrýjaði Depp þeirri niðurstöðu.
Vasquez sagði King einnig að þau hefðu ekki áfrýjað ef Heard hefði ekki áfrýjað fyrst. „Þetta snérist aldrei um peninga hjá hr. Depp. En til þess að gæta hagsmuna hans og sem lögmenn hans verðum við að bregðast við áfrýjuninni með okkar eigin áfrýjun.“