Eyjamenn er í talsverðum vanda eftir að þeir boðuðu að Egill Gillz Einarsson kæmi fram á þjóðhátíðinni í Herjólfsdal. Samtökin Öfgar hafa brugðist við með því að skora á fólk að yfirgefa brekkuna þegar kemur að viðburðinum og standa þannig með þolendum kynferðisofbeldis. Samtökin rifja upp að „nú sé ár síðan þolendur og aktívistar hafi fengið nóg af því að meintum gerendum sé hampað á stærstu útihátíð landsins“. Þar er væntanlega vísað til máls Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs sem rekinn var úr því embætti að stjórna brekkusöng hátíðarinnar. „Núna ári síðar er maður uppi á sviði sem hefur í tvígang verið kærður fyrir nauðgun,“ segir í yfirlýsingunni. Öfgar láta þess ekki getið að Gillz hefur aldrei verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot þrátt fyrir kærurnar. Og Þjóðhátíðarnefnd vær á baukinn, „Þið tókuð einhliða ákvörðun þegar að þið ákváðuð að það væri mikilvægara að hafa meintan nauðgara beran að ofan uppi á sviði að berja á trommur“…