Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Drottningin í Vestmannaeyjum græðir og græðir, þökk sé gjafmildi Kristjáns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Matthíasdóttir, helsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja, ætlar að láta fyrirtækið greiða sér um 15 milljónir dollara, eða um tvo milljarða króna, í arð. Viðskiptablaðið greinir frá þessu og segir að hagnaður Ísfélagsins hafi aukist um 27 milljónir dollar, fyrst og fremst vegna loðnuvertíðar.

Hún getur þakkað Sjálfstæðismanninum Kristjáni Þór Júlíussyni fyrir þetta, enda sýndi hann henni einstaka gjafmildi við úthlutun á stærsta loðnukvóta í 20 ár. Það var meðal hans síðustu verka sem ráðherra.

Áætluð verðmæti loðnuverðtíðarinnar í heild sinni um land allt eru ríflega 381 milljón dollara, samkvæmt Loðnufréttum. Þá má því segja að um fimm prósent þeirra verðmæta renni beint til Guðrúnar.

Hennar sneið af kökunni er því vafalaust með þeim allra stærstu. Til að setja það í samhengi þá voru 22 skip á veiðum á vertíðinni með samtals 444 landanir. Með öðrum orðum þá unnu margir löngum stundum við að skapa þessi verðmæti.

Guðbjörg er þó þessu vön, enda hefur hún fengið sambærilegar arðgreiðslur ár eftir ár um nokkurt skeið. Stundum hafa þær verið hærri. Fyrir þann pening hefur hún svo eignast hlut í ýmsum fyrirtækjum, mest áberandi Morgunblaðinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -