Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Þorði ekki að trúa góðu fréttunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Zainab Safari upplifir sín önnur jól nú á Íslandi. Á jólunum í fyrra voru hún og fjölskylda hennar, móðirin Shahnaz og bróðirinn Amir, í óvissu um hvort þau fengju að vera áfram á Íslandi en fyrir skömmu fengu þau dvalarleyfi og það verður því allt önnur stemning á heimilinu þessi jólin.

 

Zainab er eiginlega rétt farin að þora að trúa því að hún fái að búa áfram á Íslandi, en hún óttaðist að það yrði dregið til baka þannig að hún vildi ekki segja bekkjarfélögum sínum frá því. Það var ekki fyrr en einn bekkjarbróðir hennar heyrði af dvalarleyfinu í fréttum og óskaði henni til haminingju sem hún þorði að opna sig með það.

„Já,“ segir hún og hlær. „Ég þorði ekki að vera viss um að við fengjum að vera hérna og vildi ekki valda þeim vonbrigðum. Þau hafa verið svo góð við mig og hjálpað mér svo mikið að mér fannst ég myndi bregðast þeim ef þetta gengi ekki eftir. Svo ég þagði bara.“

Það að vera komin á síðasta ár í grunnskóla er meira en Zainab hafði þorað að vona og hún segist enn ekki vera komin svo langt að ákveða í hvaða menntaskóla hún fari næsta haust.

„Nei, ég er ekki búin að ákveða það,“ segir hún. „Flestir úr Hagaskóla fara í MR en mér er sagt að það séu svo ströng inntökuskilyrði þar að ég er ekki viss um að ég komist inn. Mér gengur samt mjög vel í skólanum, en íslenskan mín er ekki orðin alveg nógu góð. Ég er farin að skilja heilmikið en það er mjög erfitt að tala hana svo ég á erfitt með það enn þá. Bekkjarfélagar mínir hjálpa mér samt líka heilmikið með tungumálið og eru alltaf tilbúin að þýða fyrir mig ef ég skil ekki það sem kennararnir segja. Þau eru svo æðisleg.“

Lestu viðtalið við Zainab í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -