Lögreglunni barst tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi um klukkan hálf níu í gærkvöld. Þar hafði seinheppinn ökumaður ekið bíl inn í garð og hafnað á húsvegg. Sem betur fer slasaðist enginn en mikið eignatjón varð. Síðar um kvöldið var brotist inn í fyrirtæki í Laugardal en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðeins klukkutíma síðar barst lögreglu önnur tilkynning úr Hlíðahverfi en þar hafði verið kveikt í ruslagámi.
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn en allir eru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Þjófur í Bústaðahverfi ræddi við lögreglu eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur við iðju sína. Var hann látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Undir morgun er bæði lögregla og slökkvilið voru kölluð á tjaldsvæðið í Laugardal. Þar hafði kveiknað í tjaldi og sá slökkvilið um að slökkva eldinn. Engin slys urðu á fólki.