Lögregla var kölluð út í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þar hafði maður látið illa og áreitt fólk sem á vegi hans varð. Lögregla handtók manninn, sem var ofurölvi, og vistaði hann í fangaklefa. Mun lögegla ræða við manninn þegar hann verður viðræðuhæfur.
Tæpri klukkustund áður hafði lögregla handtekið annan mann í miðbænum. Sá var í annarlegu ástandi og hafði kastað glasi í starfsmann skemmtistaðar. Um svipað leiti hafði leigubílstjóri samband við lögreglu vegna farþega. Var hann staddur í hverfi 108 með farþega sem bæði neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur og vildi ekki yfirgefa bifreiðina. Þá stöðvaði lögregla ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum vímuefna.