Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Ákærður fyrir morð á konu sem hvarf fyrir tíu árum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Claire Holland, sem hvarf fyrir áratug síðan. Maðurinn, Darren Osment, mun mæta fyrir dóm á fimmtudag eftir að lögreglu bárust ný gögn í málinu. Hin 32 ára Claire sást síðast yfirgefa krá í Bristol korter yfir ellefu þann 6.júní 2012.

Tilkynnt var um hvarf hennar nokkrum dögum síðar og hefur hvorki sést né heyrt frá henni síðan þrátt fyrir leit og beiðnir um upplýsingar. Nýjar vísbendingar voru á kránni þar sem Claire sást síðast.

„Þetta er lykilatriði í rannsókn okkar og við höfum látið fjölskyldu Claire vita. Núna hefur maður verið ákærður fyrir morðið á henni,‘‘sagði Gary Haskins, yfirlögregluþjónn, í samtali við Sky fréttastofu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -