Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Gillz tók upp hanskann fyrir Árna: „Ekki koma vælandi í alla fjölmiðla á eftir eins og vændiskona.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sunnudaginn 31. ágúst 2005 var haldið upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Á stóra sviðinu stýrði Árni Johnsen brekkusöng og fram kom hljómsveitin Land og synir. Í kjölfarið tjáir Hreimur Örn Heimsson sig að Árni Johnsen hafi kýlt sig í andlitið.

3. ágúst 2005 birtist frétt í Dagblaðinu Vísi þar segir: „Árni Johnsen og Hreimur Örn Heimisson eru ekki sammála um atburði sunnudagsins á Þjóðhátíð. Hreimur Örn segir Árna hafa kýlt sig en Árni segist eingöngu hafa rekist óviljandi í hann og beðið hann afsökunar strax. Vitni segja Árna hafa rekið Hreimi kröftugan löðrung en Hreimur er þriðji tónlistarmaðurinn sem Árni gengur í skrokk á á Þjóðhátíð.“

Árni þrætti fyrir þrátt fyrir fjölda vitna

Þá lýsir Árni atburðinum svoleiðis: „Þetta er úlfaldi í mýflugumynd,“sagði Árni í samtali við DV í áðurnefndri grein. „Ég var að taka saman hljóðnema á sviðinu þegar ég rakst óviljandi utan í hann. Þetta er bara misskilningur. Ég bað hann afsökunar strax og man ekki betur en að við höfum gert út um þetta strax á sviðinu,“ sagði Árni.

Vignir Snær Vignisson, gítarleikari Írafárs, var á sviðinu þegar umrætt atvik átti sér stað. Hann lýsti atvikinu þannig: „Hann sló hann utan undir, þetta var kröftugur löðrungur,“ Hann bætti við að enginn þeirra sem var uppi á sviði þegar uppákoman átti sér stað hafi viljað gera nokkuð. „Við erum allir rólyndismenn. Það var kannski líka eins gott í stöðu eins og þessari.“

Þrjár útskýringar Árna

- Auglýsing -

Árni gaf fjölmiðlum mismunandi útfærslur á atburðinum og segir Hreimur í viðtali við DV 4. ágúst 2005: „Hann hefur sagt að hann hafi verið að teygja sig í hljóðnemann og
rekist í mig, hann hefur sagt að ég hafi gengið á hendina á sér til að búa til „tragedíu“ og svo hef ég heyrt að hann hafi verið að reyna að grípa mig. Ég stend fastur á mínu enda sáu allir viðstaddir að engin af þessum skýringum er nálægt því sem gerðist.“

Hótarnir og áreiti í smáskilaboðum

Hreimi barst fjölda hótana og varð fyrir töluverðu áreiti eftir að málið komst í fjölmiðla og tjáði sig við DV um nafnlaus smáskilaboð sem honum barst símleiðis. Má frá þeim áætla að heimamenn í Vestmannaeyjum hafi staðið þétt við bakið á Árna.

- Auglýsing -
  • Þú ættir að skammast þín!
  • Þú ert að koma óorði á fjölskyldu hans, hefur hann ekki gengið í gegnum nóg?
  • Hið rétta á eftir að koma í ljós
  • Ég vona að ég hitti aldrei aftur mann eins og þig á lífsleiðinni!
  • Ég hélt að ég þekkti þig.
  • Þú veist hvað gerist þegar þú kemur til Eyja.

Gillzenegger lét málið sig varða

Málið náði flugi í samfélagsumræðunni og þann 5. ágúst 2005 sagði Egill Gillzenegger frá ferðasögu sinni á þjóðhátíð í pistli í Dagblaðinu Vísi og hafði þetta um málið að segja:

„En núna er ekki talað um annað en þetta Árna Johnsen mál og Hreim. Mér finnst þetta nokkuð einfalt. Ef Árni Johnsen löðrangar þig, þá er tvennt i stöðunni. Annaðhvort löðrungar þú hann til baka eða heldur fokking kjafti! Ekki koma vælandi í alla fjölmiðla á eftir eins og vændiskona.“

Egill sýnir Hreimi lítinn skilning og kallar hann í framhaldinu „has-been“.

„Hreimur er búinn að skíta á sig tvisvar núna á stuttum tíma. Kom í DV um daginn og sagðist vera orðin þreyttur á að vera frægur. Öll „has-beens“ koma í blöðin og segjast vera þreyttir á að vera frægir. Hey, Hreimur! Walter Kronkite er með „newsflash“ fyrir þig. „YOU AREN’T!““

Hávær kvenfyrirlitning og gerendameðvirkni er augljós í pistli Egils sem bendir Hreimi á að versla sér leggangahreinsi og lýkur pistlinum á orðunum: „Það er útsala á dömubindum og leggangahreinsum í Lyfju, snáfaðu þangað og verslaðu þér og hættu þessu væli. Getur kannski keypt þér einn sokk í leiðinni og látið hann upp í þig. Sjáumst eftir viku, sælar!“

Afsökunarbeiðni Árna

Árni sendi frá sér fréttatilkynningu, 3. ágúst 2005, sem birtist á síðum fjölmiðla. Hreimur tók við afsökunarbeiðninni en var ósammála lýsingu atviksins og óskaði eftir myndskeiðum af atburðinum. Fréttatilkynning Árna er hér að neðan og var svohljóðandi:

„Vegna frétta­flutn­ings af at­viki á Brekku­sviði á Þjóðhátíð í Herjólfs­dal í Eyj­um í lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar og brekku­söngs s l. sunnu­dags­kvöld, vill und­ir­ritaður gefa eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu:

Vegna mis­skiln­ings á milli full­trúa í Þjóðhátíðar­nefnd og kynn­is sem jafn­framt er dag­skrár­stjóri ásamt Þjóðhátíðar­nefnd og stjórn­andi Brekku­söngs, var kynni ekki kunn­ugt um að hóp­ur söngv­ara úr dag­skrá Þjóðhátíðar­inn­ar, ætti að syngja kveðju­lag að lokn­um brekku­söng, en venj­an er að þegar brekku­söng lýk­ur með ís­lenska þjóðsöngn­um, standi all­ir þjóðhátíðargest­ir upp í brekk­unni eins og vera ber og síðan er kveikt á blys­um um hálf­an Herjólfs­dal og flug­eld­um skotið upp að því loknu.

Lagið sem hóp­ur­inn söng kom hins veg­ar strax á eft­ir brekku­blys­un­um eða um tveim­ur mín­út­um eft­ir að brekku­söng lauk. Þá var enn verið að slökkva í varðeld­in­um og hreinsa leyf­ar varðelds­ins af dan­spalli Brekku­sviðsins og full­bú­inn slökkviliðsbíll var á dan­spall­in­um beint fyr­ir fram­an sviðið og skyggði á það. Þá snaraði kynn­ir sér upp á svið og ætlaði að hliðra til þessu atriði sem var ekki á dag­skrá hans sem kynn­is, en þetta taldi hann nauðsyn­legt af ör­ygg­is­ástæðum, því venj­an er sú að um leið og dag­skrá byrj­ar aft­ur á upp­lýstu Brekku­sviðinu eft­ir brekku­söng með sviðið myrkvað, þá flykk­ist unga fólkið á dan­spall­inn og ef slíkt hefði hent með pall­inn óhreinsaðan og slökkviliðsbíl­inn við sviðið hefði mik­il hætta getað skap­ast. Þegar kynn­ir þreif síðan í hita leiks­ins í þröng á sviðinu til hljóðnema af þess­um sök­um að lokn­um flutn­ingi kveðju­lags rakst hann slysa­lega á Hreim söngv­ara sem kom að hljóðnem­an­um í sömu mund. Það var því síður en svo ásetn­ing­ur að bregða Hreimi söngv­ara.

Þjóðhátíðarkynni er ljúft að biðja Hreim af­sök­un­ar á þess­um óvænta árekstri og reynd­ar gerði hann það einnig á Brekku­sviðinu þegar at­vikið átti sér stað.

Dag­skrá Þjóðhátíðar Vest­manna­eyja er metnaðarfull og marg­slung­in og stund­um þarf að grípa skjótt í taum­ana á 10 þúsund manna hátíð, en þá er hætta á hnökr­um sem alltaf hef­ur verið hægt að leiðrétta sem bet­ur fer.

Und­ir­ritaður harm­ar að þetta at­vik skyldi koma upp eins og skratt­inn úr sauðal­eggn­um, en við fé­lag­ar Hreim­ur Örn Heim­is­son söngv­ari erum sam­mála um að þetta mál sér úr heim­in­um í fullri sátt. Það hef­ur Hreim­ur staðfest eft­ir sam­tal mitt við hann um þetta bréf. Hitt­umst í Herjólfs­dal að ári.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -