Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Þetta er besta leiðin að eldgosinu – Vanir menn leysa frá skjóðunni og vara við fimm hlutum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það virðist nokkuð ljóst að þrátt fyrir að Almannavarnir vari fólk við að ganga að gosinu, þá munu margir ekki geta staðist freistinguna. Björgunarsveitin Þorbjörn reynir því að lágmarka hættuna og deilir á Facebook nákvæmri lýsingu á skástu gönguleiðinni . Sú leið er jafnlöng maraþoni fram og til baka, og það á torfæru svæði. Það er því augljóslega ekki við allra hæfi að labba að gosinu.

Þorbjörn deilir einnig fimm hlutum sem eru nauðsynlegir til að fara í þessa svaðilför. „Hvernig er best að komast að eldgosinu?

Hér fyrir neðan er góð lýsing á bestu leiðinni að eldgosinu í dag og næstu daga en fyrst er gott að fara yfir nokkra mikilvæga hluti.

  1. Besta leiðin að gosinu fer eftir vindátt og veðri hverju sinni, fylgist því vel með tilmælum Lögreglu og viðbragðsaðila.
  2. Verið vel útbúin. Mikilvægt að vera vel klædd, með nesti, góða skó, höfuðljós og fullhlaðinn síma.
  3. Skiljið bílinn ykkar eftir á bílastæði en ekki í vegköntum. Það er nóg af stæðum fyrir alla.
  4. Gasmengun er á svæðinu og gæti safnast í lægðum. Nauðsynlegt er að forðast reykinn af gosinu.
  5. Gamla hraunið er ennþá heitt og stórhættulegt yfirferðar. Vinsamlegast gangið ekki á hrauninu.“

Björgunarsveitarmenn lýsa svo leiðinni sem þeir mæla með. Mynd af þeirri leið má sjá hér fyrir neðan. „Gangan að nýja hrauninu og gígnum er að lágmarki 7 km aðra leið og hækkunin er um 300m. Það þýðir að heildar gönguferðin getur verið rúmir 14 kílómetrar um nokkuð torfært svæði og eru mjög brattar brekkur í nágrenni gígsins. Gera má ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta.

Gangan að útsýnispalli þar sem gígurinn sést er aðeins styttri eða rétt rúmir 5 km aðra leið.

Best er að leggja bílum á bílastæðið við gönguleið A og ganga svo eftir A leiðinni alla leið upp á Fagradalsfjall. Þegar komið er upp á fjallið er haldið eftir sléttunni til norðausturs þar til gosið sést.

- Auglýsing -

Verið er að vinna í slóðamálum og merkingum og erum við að reyna okkar besta í að gera þetta eins aðgengilegt og öruggt er. Björgunarsveitin Þorbjörn mun fara í kvöld og setja niður stikur til þess að einfalda gönguleiðina eins og hægt er. Að lokum hvetjum við alla til þess að fara varlega og njóta dýrðarinnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -