Lögreglan var kölluð út í apótek skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Þar hafði kona reynt að leysa út lyf sem hún átti ekki en notaði hún fölsuð skilríki við uppátækið. Lögregla handlagði skilríkin og ritaði skýrslu um málið á vettvangi.
Fyrr um kvöldið hafði lögregla sinnt útkalli í Grafarholti þar sem að kona datt af reiðhjóli. Sjúkrabifreið var einnig kölluð á vettvang til þess að flytja konuna á bráðadeild en hafði hún áverka á andliti og hendi.
Um klukkan hálf tvö í nótt stöðvaði lögregla ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Þá var ökmaður á ógnarhraða stöðvaður rétt fyrir miðnætti en sýndi hraðamæling lögreglu 114 km/klst á vegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.