Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Óttar um kórónaveiruna: „Ég held að það sem fólk óttast mest sé óvissan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óttar M. Norðfjörð rithöfundur býr í Barcelona ásamt spænskri eiginkonu og tuttugu mánaða gömlum syni. Þegar blaðamaður slær á þráðinn til Óttars, daginn eftir að fyrsta veirusmitið greindist í Barcelona, eru þeir feðgar staddir á leikvelli í hverfinu sínu og hann segist ekki hafa orðið var við neina breytingu á borgarlífinu þrátt fyrir þessa einu greiningu.

„En það getur auðvitað breyst mjög hratt,“ viðurkennir Óttar. „Ef þú hringir aftur eftir tvo til þrjá daga getur ástandið verið orðið allt annað. Ég held að fólki finnist þetta fjarlægt enn þá, það eru alla vega enn engin merki um panikástand hérna.“

Spurður hvort búið hafi verið að gera einhverjar ráðstafanir til að hamla útbreiðslu veirunnar áður en þetta tilfelli kom upp segist Óttar ekki hafa orðið var við það. „Þetta hefur auðvitað verið í fréttum hér eins og annars staðar og maður vissi alveg að það kæmi að því að veiran bærist hingað, en ég hef ekki orðið var við neinar aðgerðir. Það er að sjálfsögðu einhver viðbragðsáætlun farin í gang, bara eins og á Íslandi, en nú er þetta komið í aðeins alvarlegri gír, heyri ég á fólki og í fréttum í útvarpinu.“

„Nú er þetta komið í aðeins alvarlegri gír, heyri ég á fólki og í fréttum í útvarpinu.“

Fólki finnst enn að veiran sé ekki almennilega komin hingað

Óttar segist þó hafa orðið var við að sumir séu mjög hræddir og óttist til dæmis að senda börnin sín í skólann. „Ég er inni í nokkrum barnagrúppum á Facebook,“ útskýrir hann. „Og þar sá ég að margir voru hræddir og vildu ekki að börnin færu í skóla, þótt ég viti ekki annað en þeir séu allir opnir enn þá. Það er samt ekki gegnumgangandi og ef maður væri ekki á Netinu og færi út í borgina í dag myndi mann ekki gruna að það væri einhver kórónavírus í gangi. Fólk er enn mjög rólegt, ég hef séð örfáa með grímur fyrir andlitinu í gær og í dag og fólk er ræða það sín á milli hvað eigi að gera, en ég held fólk trúi því enn að veiran sé ekkert komin almennilega hér inn. Sú sem greindist er ítölsk kona sem var að koma frá Ítalíu og mér sýnist fólk taka því sem svo að þetta sé í rauninni ekkert komið til meginlands Spánar.“

Aðeins meðvitaðri en í gær

- Auglýsing -

Sjálfur segist Óttar ekki hræðast veiruna, sonur hans sé ekki á leikskóla, hann vinni sjálfur heima hjá sér og konan hans sé nemi. Þau ráði því þess vegna nokkurn veginn sjálf hvort þau þurfi að hitta annað fólk eða ekki. „Ég segi svo sem ekki að maður sé alveg ósnortinn af þessu,“ viðurkennir hann. „Maður er aðeins meðvitaðri en í gær. Við feðgar förum til dæmis á hverjum degi á einhvern leikvöll og í dag valdi ég þann sem fæstir voru á og fer væntanlega ekki á fjölmennustu leikvellina eða í metró á háannatíma í dag og næstu daga.“

Óttar segir að sér finnist panikin í kringum veirusmitin frekar kjánaleg, þetta sé ekki eins mikið mál og fólk haldi. „Ef allir myndu bara þvo sér um hendurnar og halda fyrir vitin þegar þeir hnerra og hósta þá ætti þetta að vera búið fljótlega,“ segir hann. „Ég held að það sem fólk óttast mest sé óvissan um það hvort, hvenær og hversu margir smitist. Það er aðalumræðuefnið í borginni í dag. Fólki er ekki alveg sama, en það er ekki komið á þann stað að vera skelfingu lostið. Það væri mjög röng mynd af ástandinu í borginni að tala um eitthvert hræðsluástand.“

Sjá einnig: Fjölskyldufríið breyttist í martröð: Uppskurður, RS-vírus, sandstormur og kórónaveira

- Auglýsing -

Nánari umfjöllun í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -