Gasmengun frá eldgosinu í Merardölum gæti mælst á Vesturlandi í dag.
Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorn að hlutfall brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti á Vesturlandi geti hækkað í dag og loftgæði versnað vegna eldgossins í Merardölum. Á gasdreifingarspá Veðurstofunnar má sjá dreifingu gassins á hverjum klukkutíma og áhrifasvæði mengunarinnar næstu sex klukkutímana og næsta sólarhring. Sjá má á þeirri spá að í dag muni gasmengun ná á Akranes, Borgarnes, Mýrar, Snæfellsnes og Dali.
Hlutfall brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti á Vesturlandi getur hækkað og loftgæði versnað vegna eldgossins í Merardölum. Á vefsíðu Veðurstofunnar er gasdreifingarspá þar sem hægt er að sjá hvernig gasið dreifir sér á hverjum klukkutíma og áhrifasvæði gass á næstu sex klukkutímum og á næstu 24 klukkutímum. Þar sést að í dag mun gasmengun leggja yfir Akranes, Borgarnes, Mýrar, Snæfellsnes og Dali. Fólki er bent á vefinn loftgæði.is þar sem fylgjast má með loftgæðum á hverjum stað.