Svo virðist sem nóttin hafi verið fremur róleg, í það minnsta miðað við þann fjölda sem skemmti sér í miðbænum í gærkvöld og nótt. Þar með sagt þá sat lögreglan ekki aðgerðalaus, ef marka má dagbók lögreglu.
Einn maður var handtekinn á skemmtistað um miðnætti en lögreglu hafði borist tilkynning um líkamsárás. Sá fékk að fara eftir skýrslutöku.
Á öðrum skemmtistað var öfurölvi maður til vandræða. Hann neitaði að segja nafn sitt þegar lögregla tók í hnakkadrambið á honum. Hann var vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.
Einn annar maður var til vandræða á skemmtistað en þar nægði að vísa manninum af skemmtistaðnum.
Nokkrir slösuðust svo í rafhlaupahjólaslysum og telur lögregla upp sex tilvik þar sem fólk féll af hjólinu. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttökuna.