Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Arnaldur farinn frá Staðarstað: „Ég hætti vegna erfiðra persónulegra mála“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnaldur Máni Finnson, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi hefur sagt upp stöfum. Kann það að hafa komið íbúum á óvart þar sem Arnaldur var ráðinn til þess að gegna embættinu fram til næsta árs. Arnaldur sagði í samtali við Mannlíf að hann hafi tekið ákvörðunina vegna persónulegrar reynslu og skilnaðar.

„Ég hætti vegna erfiðra persónulegra mála og til að geta verið nærri börnum mínum,“ segir séra Arnaldur í samtali við Mannlíf.

Staðastaðarkirkja.

Hann flutti til Reykjavíkur og hefur hafið störf á Biskupsstofu í sérverkefnum. Þar sér hann um fræðslu, hlaðvörp auk annarra verkefna og segist hlakka til komandi tíma í nýju starfi.

Arnaldur Máni var einn þeirra fimm sem sóttu um stöðu sóknarprests á Staðarstað árið 2018 en dróu síðar meir tveir þeirra umsókn sína til baka. Arnaldur Máni lauk kandídatsprófi í febrúar 2013 en starfaði meðfram námi að málefnum heimilislausra og utangarðsfólks í Reykjavík fyrir Reykjavíkurborg. Auk þess hefur hann starfað við fermingar- og æskulýðsfræðslu Fríkirkjunnar í Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -