- Auglýsing -
Lögreglan var kölluð til í Hlíðahverfi skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi. Þar hafði karlmaður tekið upp á því að henda bæði skyri og eggjum í hús. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til og samkvæmt dagbók lögreglu voru engar frekari upplýsingar gefnar.
Í Hafnarfirði datt ökumaður bifhjóls í jörðina. Atvikið átti sér stað klukkan átta í gærkvöldi og leitaði ökumaðurinn sjálfur á bráðamóttökuna í kjölfarið. Tvö önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar fyrr um kvöldið. Sem betur fer slasaðist enginn.