Maðurinn sem lést við sjósundsiðkun við Langasand hét Elías Jón Sveinsson en hann var 56 ára að aldri.
Samkvæmt Skagafréttum bjó Elías Jón á Akranesi sem barn en foreldrar hans voru þau Sveinn Elías Elíasson og Sveinbjörg Zóphaníasdóttir. Faðir hans var bankastjóri Landsbankans á Akranes en hann lést árið 2016. Móðir hans, Sveinbjörg lést árið 2014.
Segir á vef Skagafrétta að Elías hafi verið við sjósund ásamt öðrum manni við Langasand að kvöldi 9. júlí. Rétt eftir klukkan hálf níu um kvöldið hófst ítarleg leit en þá hafði hann ekki skilað sér í land.
Meðal þeirra sem leituðu Elíasar var fjölmennur hópur úr Björgunarfélagi Akraness og Landhelgisgæslan sem notaðist við þyrlu.
Mannlíf sendir aðstandendum Elíasar Jóns innilega samúðarkveðjur.