Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Sonur Anne Heche opnar sig um andlátið: „Er ég nú fullur af djúpri, orðlausri sorg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sonur leikonunnar Anne Heche heitinnar sendi frá sér tilfinningaþrungna yfirlýsingu í kjölfar andláts móður hans.

Homer Laffoon, tvítugur sonur leikkonunnar Anne Heche, sem lést í gær í kjölfar bílslyss sendi slúðurmiðlinum E! News yfirlýsingu um andlát móður hans. „Ég og bróðir minn, Atlas, misstum móður okkar. Eftir sex daga í nánast óbærilegum tilfinningarússíbana, er ég nú fullur af djúpri, orðlausri sorg.“ Móðir hans, Anne Heche lá í dái í nokkra daga eftir að hafa keyrt bíl sínum inn í íbúðarhús en lést í gær, aðeins 53 ára að aldri.

Yfirlýsingin hélt áfram:„Vonandi er mamma laus við sársauka og farin að kanna það sem ég vil ímynda mér sem eilíft frelsi hennar. Síðustu sex daga hef ég fengið að kynnast hjartalagi þúsundi aðdáenda, vina og fjölskyldu hennar. Ég er þakklátur fyrir ást þeirra sem og þann stuðning sem pabbi minn Coley og stjúpmóðir mína Alexi, sem hafa haldið áfram að vera klettur minn á þessum erfiða tíma. Hvíldu í friði mamma, ég elska þig, Homer.“

Fyrrverandi kærasta Anne, þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres skrifaði falleg skilaboð til fjölskyldu leikkonunnar, nokkrum klukkustundum fyrir andlát hennar. „Þetta er sorgardagur. Ég sendi börnum Anne, fjölskyldu og vinum, alla ást mína.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -