Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Upp úr sauð á milli þjálfara Chelsea og Tottenham: „Margt annað sem gerðist þarna sem var óþarfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upp úr sauð í lok leiks Chelsea og Tottenham í kvöld. Byrjaði þegar stjórarnir tókust í hendur.

Samkvæmt Fotbolti.net var Thomas Tuchel, stjóri Chelsea ósáttur við dómgæsluna en leikurinn fór 2-2.

Chelsea var með mikla yfirburði í leiknum og í tvígang tók liðið forystuna en í bæði skiptin náði Tottenham að jafna leikinn. Seinna jöfnunarmarkið kom á síðustu sekúndum leiksins en Tuchel saðgi eftir leikinn að hvorugt Tottenham-markið hefði átt að standa.

Á Fotbolti.net er mörkunum lýst á eftirfarandi hátt:

Í fyrsta markinu var Kai Havertz tæklaður og skoraði Tottenham í kjölfarið af því, en þó heilum 44 sekúndum seinna. Í seinna markinu var Richarlison í rangstöðu en óljóst hversu mikil áhrif hann hafði á leikinn en í hornspyrnunni sem kom á undan hafði Cristian Romero rifið Marc Cucurella niður á hárinu án þess að fá dæmt brot á sig.

Þegar stjórarnir, Antonio Conte og Tuchel tókust í hendur sauð heldur betur upp úr. Svo virðist sem Tuchel hafi neitað að sleppa Conte og lá við slagsmálum. Að endingu fengu þeir báðir rauða spjaldið.

- Auglýsing -

„Við vorum algjörlega frábærir í þessum leik. Það var bara eitt lið sem átti skilið að vinna þennan leik og það vorum við. Bæði mörkin þeirra voru ólögleg og áttu því ekki að standa,“ sagði Tuchel við fréttamenn eftir leikinn.

„Fyrst var augljóst brot á Kai Havertz og þeir skora svo beint í kjölfarið af því. Svo í seinna markinu var Richarlison í rangstöðu að trufla markmanninn og ég hélt að það væri bannað að rífa í hár á fótboltavelli? Við stjórnuðum þessum leik í 90 mínútur og við erum ótrúlega óheppnir að fá ekki stigin sem við áttum skilið.“

Þegar Tuchel var spurður út í barninginn milli hans og Conte svaraði hann:

- Auglýsing -

„Ég hélt að maður ætti að horfa í augun á hvorum öðrum þegar maður tekst í hendur. Hann var með aðra skoðun á því. Þetta var óþarfi en það var líka margt annað sem gerðist þarna sem var óþarfi.“

Hér fyrir neðan má sjá atvikið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -