Rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandabanka er að ljúkas, löngu eftir að áætlað var. Skýrsla um framgöngu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra mun birtist í lok mánaðarins. Mikil spenna er vegna málsins sem sumir telja fjármálaráðherra til vansa. Vísað er til þess að handvalinn hópur fjárfesta hafi fengið að kaupa í bankanum. Þeirra á meðal var faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, sem þekktur er af fjárfestingum sínum.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi og hans fólk hafa væntanlega rannsakað málið af alúð og hlutleysi. Hætt er við að Bjarni lendi í ágjöf ef skýrslan leiðir í ljós mismunun við söluna. Bjarni hefur þó staðið af sér ýmsa storma sem rót eiga í spillingarmálum honum tengdum. Hvert spillingarmálið af öðru hefur hrokkið af homum sem vatn af gæs. Líklegt er að félagar hans í Sjálfstæðisflokknum gefi honum áframhaldandi umboð sem formaður á landsfundi í haust, sama hver niðurstaðan verður ….