Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Leikskólaumræðan: „Ekkert 12 mánaða barn er til­búið til þess að vera í burtu 8 klst á dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Langar alla for­eldra að senda börnin sín svo ung á leik­skóla? Um­fjöllunin um þessi mál hefur lengi verið ein­hliða og því þarf að breyta,“ skrifar Hólm­fríður Kristjáns­dóttir, grafískur hönnuður, ljós­myndari og móðir, á Vísi.

„Málið er nefni­lega að það vilja ekki allir for­eldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dag­vistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og um­fram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda megin­þorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég ein­hverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir for­eldrar eru á sama máli.“

„Enn einu sinni eru leik­skóla­málin í brenni­depli. Fyrir­heit borgar­stjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leik­skóla­pláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og for­eldrar eru uggandi.

„Ég spyr því fyrir hönd þeirra for­eldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hve­nær ætla stjórn­völd að taka mark á þeim fjölda for­eldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leik­skóla? Hve­nær ætla stjórn­völd að taka mark á hags­muna­sam­tökum eins og Fyrstu Fimm og sér­fræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virki­lega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti?“

Hólmfríður talar fyrir því að börn þurfi meiri tíma, ró og samveru með foreldrum sínum. „Hve­nær ætla stjórn­völd að opna augun fyrir mikil­vægi tengsla­myndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hve­nær ætla stjórn­völd að opna augun fyrir því að kulnun for­eldra er ört vaxandi vanda­mál? Hve­nær ætla stjórn­völd að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og sam­veru með for­eldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hve­nær á að taka mark á þeirri stað­reynd að tengsla­myndun hefur bein á­hrif á tauga­kerfi og heila­þroska barna til fram­búðar? Hve­nær á að taka mark á þeirri stað­reynd að streita hefur bein á­hrif á tauga­kerfi og heila­þroska barna og það til fram­búðar?“

„Hve­nær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í sam­fé­lagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömu­leiðis upp­gefnir for­eldrarnir? Hve­nær ætla stjórn­völd að opna augun fyrir því að geð­heil­brigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sér­stak­lega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögu­lega? Við búum í sam­fé­lagi sem ýtir undir að­skilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í sam­fé­lagi sem er upp­fullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er til­búið til þess að vera í burtu frá for­eldrum sínum átta klukku­stundir á dag í leik­skóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta.“

- Auglýsing -

„Þessi enda­lausu lof­orð og til­lögur um pláss á leik­skóla fyrir korn­ung börn er löngu úr­elt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða for­eldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stór­merki munu þá gerast – fögru fyrir­heitin rætast og leik­skóla­plássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa!“ skrifar Hólm­fríður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -