Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri í Norðurþingi, og Guðrún Dís Emilsdóttir fjölmiðlakona birtu fallegar myndir af sér á Instagram í dag, þar sem lífið lék við þau í Andalúsíu á Spáni.
Hjónin voru búsett á Húsavík, þar sem Kristján var sveitarstjóri. Fóru þau í sitthvora áttina um tíma, en hafa loks náð aftur saman. Kristján sagði starfi sínu lausu og Guðrún Dís flutti til Reykjavíkur, þar sem hún hóf störf hjá RÚV.
Síðasta vor settu þau íbúð sína á Húsavík á sölu og flutti Kristján einnig suður þegar hann lét af störfum sem sveitarstjóri eftir síðustu sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í maí.
Við færsluna segir Guðrún:
„Sumar og sól í Andalúsíu í júlí… Enn ein lægðin á leiðinni upp að landinu í ágúst. Ísland samt best í heimi“