Risastórt ský vakti mikla athygli nú í morgunsárið. Það er beint ofan við eldgosið í Meradölum. Ekkert annað ský er sjáanlegt á himni en virðist það marglitað og nokkuð stórt.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína upp að gosinu síðustu daga og hafa björgunarsveitir brýnt fyrir fólki að vera vel búið áður en það leggur af stað í gönguna. Þá hefur ítrekað verið varað við miklum eiturgufum vegna gossins. Ekki er talið æskilegt að þungaðar konur og börn gangi að gosinu vegna gufanna en fólk er einnig bent á að geyma hundinn heima.
Ekki náðist í Veðurstofu Íslands við vinnslu fréttar. Fréttin verður uppfærð.