- Auglýsing -
Baunir eru hollar og góðar og eru upplagt snakk þegar hugað er að hollustu. Til að vel heppnist er mikilvægt að þurrka þær vel á eldhúspappír áður en þær eru settar í ofninn. Hér er frábær uppskrift að krydduðum kjúklingabaunum sem eru þurrkaðar í ofni.
Ristaðar kjúklingabaunir
fyrir 4-6
2 dósir kjúklingabaunir
2 msk. ólífuolía
1 tsk. reykt paprika
1 tsk. paprika
1 tsk. sjávarsalt
nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 200°C. Sigtið kjúklingabaunirnar og þerrið vel með eldhúsbréfi.
Blandið olíunni og kryddinu saman í skál og bætið baununum út í. Setjið
bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið vel úr kjúklingabaununum. Bakið þetta
í 30-40 mín.
Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir