Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Auðunn hleypur í minningu Orra sem féll fyrir eigin hendi: „Hann skildi eftir sig mikla sorg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir nafninu Auður, ætlar að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag. Hann hleypur fyrir Minningarsjóð Orra Ómarssonar. Málefnið stendur Auðunni nærri, en Orri var honum kær. Hann lést í sjálfsvígi.

„Ég hleyp í minningu Orra Ómarssonar vinar míns sem féll fyrir eigin hendi. Hann skildi eftir sig mikla sorg sem fjölskylda hans hefur umbreytt í stuðning við aðra aðstandendur sjálfsvíga og forvarnarstarf,“ segir í tilkynningu sem Auðunn sendi frá sér.

„Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið. Orri var 10x betri en ég í fótbolta og handbolta svo ég mun leggja mig allan fram við að heiðra minningu hans, keppnisskapið og það góða starf sem Minningarsjóðurinn og Sorgarmiðstöðin hafa unnið. Orri, þetta er fyrir þig!“

Líkt og áður sagði féll Orri fyrir eigin hendi. Hann var þá einungis 16 ára gamall, stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og spilaði knattspyrnu með FH.

Sjóðurinn var stofnaður í minningu Orra og er markmið hans að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, auk þess að veita aðstandendum stuðning sem missa ástvin með þeim hætti. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni sem styðja við sömu markmið.

„Sjóðurinn í samvinnu við önnur félög og stofnanir þ.e. Rauða krossinn, Heilsugæslurnar, Pieta, Geðhjálp, Sorgarmiðstöð, Landspítala, Þjóðkirkjuna og Embætti landlæknis vill stuðla að ábyrgri umræðu um sjálfsvíg, vinna að forvörnum, benda á úrræði fyrir þá sem upplifa sálarkvöl og auka umræðu um mikilvægi þess að styðja við aðstandendur sem missa nákominn fyrir eigin hendi,“ segir í lýsingu á minningarsjóðnum.

- Auglýsing -

Hægt er að heita á Auðunn og styrkja Minningarsjóðinn hér.

Auðunn hleypur í minningu vinar síns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -