Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Einn þessara leikara gæti fengið drápsleyfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vangaveltur hafa nú lengi gerjast um það hver muni taka við hlutverki sem njósnarinn góðkunni, James Bond. Síðustu ár hafa ýmsar getgátur komið fram um það hver muni bera hið goðsagnakennda númer 007, þegar Daniel Craig láti af störfum.

Síðsta mynd Craig í hlutverkinu, No Time to Die, kom loks út á síðasta ári, eftir tafir vegna Covid-19 faraldursins. Eitt nafn hefur gjarnan heyrst umfram önnur í umræðunni um hlutverkið síðustu misseri, en það er leikarinn Idris Elba. Hann virtist hugnast mörgum aðdáendum sem arftaki Craig og, að því er virðist, framleiðendum myndanna sömuleiðis. Nú hefur heyrst að Elba hafi raunverulega átt í viðræðum við framleiðendurna vegna hlutverksins – og gengið frá samningaborðinu. Þessu er meðal annars sagt frá hjá breska götublaðinu Daily Mail.

Idris Elba

Eflaust eru margir svekktir að heyra að Elba muni ekki taka við hinu goðsagnakennda númeri 007, þótt ekkert sé staðfest í þeim efnum. Orðrómurinn hefur hins vegar enn á ný komið af stað miklum umræðum um það hver verði næsti njósnari hennar hátignar. Raunar má víða á netinu finna veðmál um það hver muni taka að sér hlutverkið.

Nöfn þeirra sem heyrast hvað hæst, og eru efst á blaði hjá veðmangaranum William Hill eru hér fyrir neðan.

Henry Cavill

Henry Cavill (5/2)

Henry Cavill hefur áður lýst yfir áhuga sínum á hlutverkinu. Hann sagði meðal annars í viðtali við GQ árið 2020 að hann myndi „stökkva á tækifærið ef það byðist“.

- Auglýsing -

Henry er þekktur fyrir að leika Superman, sem og fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Enola Holmes og Immortals. Hann er einnig vel þekktur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum The Tudors og Netflix-seríunni vinsælu The Witcher.

Regé Jean-Page

Regé Jean-Page (4/1)

Regé Jean-Page sló í gegn í hlutverki sínu í fyrstu seríu þáttaraðarinnar Bridgerton árið 2020. Hann heillaði þar marga upp úr skónum sem Simon Basset. Jean-Page er vanur sviðsleikari og er með ýmis járn í eldinum; til dæmis mun hann birtast á hvíta tjaldinu á næsta ári í kvikmyndinni Dungeons and Dragons. Jean-Page lét á síðasta ári hafa það eftir sér að hann væri upp með sér yfir því að nafn hans væri nefnt í vangaveltum um næsta James Bond.

- Auglýsing -
Tom Hardy

Tom Hardy (6/1)

Tom Hardy er heimsfrægur leikari sem hefur markað spor sín víða. Meðal þeirra kvikmynda sem hann er hvað þekktastur fyrir eru Inception, Black Hawk Down, The Dark Knight Rises, The Revenant, Legend, Mad Max: Fury Road og Venom. Hann hefur einnig leikið í hinum ýmsu þáttaröðum, eins og Peaky Blinders og Band of Brothers. Tom hefur í raun staðfest það að vera opinn fyrir hlutverkinu með því að vilja ekki ræða það. „Ef ég minnist á það er það farið,“ sagði hann í viðtali við The Daily Beast árið 2017.

James Norton

James Norton (6/1)

Breski leikarinn James Norton er einna helst þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðunum Grantchester og Happy Valley, en hefur leikið í fleiri sjónvarpsþáttum, auk þess að vera sviðsleikari. „Klikkað… Það er ótrúlegt og mikið hrós bara að vera nefndur í tengslum við þennan heim, en ef við tökum þetta lengra þá eru þetta ekkert annað en vangaveltur,“ sagði Norton í viðtali við The Times þegar hlutverkið barst í tal. „Ég elska þessa seríu og vona að Barbara Broccoli haldi áfram að láta hana skipta máli. Ferðalag inn í miðjuna á persónulegum heimi Bond, í stað einfaldra frasa, eru strax miklar framfarir.“

Chiwetel Ejiofor

Chiwetel Ejiofor (7/1)

Breski leikarinn Chiwetel Ejiofor hefur leikið í hinum ýmsu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, eins og 12 Years a Slave, The Boy who Harnessed the Wind, Doctor Strange, The Martian og American Gangster. Nýlega lék hann í þáttaröðinni The Man who Fell to Earth, sem hefur notið mikilla vinsælda. Það heyrðist fyrst árið 2014 að Ejiofor væri fyrsta val framleiðanda kvikmyndanna um James Bond sem arftaki Daniel Craig. Samkvæmt heimildum Variety horfa framleiðendurnir enn í átt til hans en eiga eftir að koma með formlegt tilboð.

Árið 2015 sagðist Ejiofor sjálfur hins vegar vilja að leikarinn Michael Pena yrði næsti James Bond. „Það er það sem ég vil,“ sagði hann.

Idris Elba þvertók sjálfur fyrir það á síðasta ári að hann ætlaði í skó njósnara hennar hátignar. „Nei, ég mun ekki verða James Bond,“ sagði hann þegar hann var beðinn um viðbrögð við sögusögnunum. „Ég er líklega frægasti Bond-leikari heims og ég hef ekki einu sinni leikið hlutverkið!“

Barbara Broccoli hefur sagt það erfitt val að finna arftaka Craig. „Þetta er stór ákvörðun,“ sagði hún í samtali við Variety. „Við ætlum að enduruppgötva Bond. Við erum að vinna í því hvert við förum með hann, við erum í samtali um það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -