Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

„Nú fer ég að byrja að æfa mig í því að vera ein til þess að þetta verði ekki allt of mikið högg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Einarsson er með ólæknandi, sjaldgæft krabbamein og segist efast um að hann lifi til hausts. Hann segist ekki vera hræddur við dauðann. „En mig langar til að deyja án deyfilyfja af því að þá missi ég ekki af upplifuninni.“ Pétur heldur úti Facebook-síðunni Dagbók krabbameinssjúklings þar sem hann skrifar hugleiðingar og fólk segir frá sinni erfiðu lífsreynslu.

 

Það styttist æ meira í kveðjustund hjónanna nýgiftu. „Konan mín, sem er yndisleg mannvera og jarðneskur engill, sagði: „Nú fer ég að byrja að æfa mig í því að vera ein til þess að þetta verði ekki allt of mikið högg.“ Mér finnst þetta vera dásamlegt, segir Pétur.

Honum finnst verst að vera svona einskis nýtur og geta ekkert unnið, og segist hann varla fara út fyrir hússins dyr. „Ég ligg í rúminu megnið af deginum og ég kalla oft í Svanfríði. Hvenær er maður búinn að buga maka sinn með þessu suði? Þetta er alveg breyttur heimur. Hjúkrunarfólk kemst þó heim til sín þegar vaktinni lýkur nema vakt Svanfríðar lýkur bara ekkert. Svo er líka hitt; það er staðreynd að ég ber ábyrgð á mínum líkama og mínum sjúkdómi og maður má ekki leggja byrðina á aðra eins og maður hefur tilhneigingu til,“ segir Pétur.

„Ég er að reyna að vanda mig við að vera meðvitaður um að vera í lífinu, jarðlífinu, á meðan ég er hérna.“

Hann segist leggja áherslu á að kvarta sem minnst og biðja um sem minnsta aðstoð. En þegar hann geri það þá sárni konunni hans. „Það er erfitt að feta meðalveginn. Hún benti mér á að ég væri orðinn svo fjarlægur og ræddi það meira að segja við eina dóttur mína. Ég skynjaði ekki að ég væri orðinn fjarlægur. Það þurfti að segja mér þetta. Það er vegna þess að líkaminn er orðinn svo orkulítill að maður á bara fullt í fangi með að halda honum gangandi,“ segir hann. „Líkamleg tilvera fer bara að snúast um sjálfa sig þó að vitundin sjálf sé alltaf einhvers staðar og fylgist með öllu. Ég er að reyna að vanda mig við að vera meðvitaður um að vera í lífinu, jarðlífinu, á meðan ég er hérna.“

Texti / Svava Jónsdóttir
Myndir / Helgi Jónsson

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -