Lögregla var kölluð út í Kringluna í gærkvöldi vegna manns í annarlegu ástandi. Hafði hann verið til vandræða í verslunarmiðstöðinni og því var lítið annað í stöðunni en að vista hann í fangaklefa, þar til rann af honum. Skömmu síðar var lögregla kölluð út í Hlíðahverfi vegna líkamsárásar. Engar frekari upplýsingar koma fram um það í dagbók lögreglu.
Í sama hverfi stöðvaði lögregla ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum vímuefna. Einhver tilitslaus hafði skilið eftir búðakerru á miðri akgrein í Árbænum, lögregla var kölluð til. Um svipað leyti var óskað eftir aðstöð lögreglu í verslun í hverfi 108. Þar hafði einstaklingur sofnað í anddyrinu vegna ölvunar.