Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Tilkynningum um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi fækkað – Beiðnir um leit að börnum fjölgað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mánaðarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júlí 2022 sýnir að hegningarlagabrotum hefur fækkað lítillega.

Skráð voru 765 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í júlí og fækkaði þessum brotum lítillega á milli mánaða.

Sláandi er að sjá fjölgun í beiðnum um leit að börnum og ungmennum. Alls bárust 15 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í júlí, sem er fjölgun á milli mánaða.

Heilt yfir hafa þó borist um 34% færri beiðnir það sem af er ári miðað við síðustu þrjú ár á undan.

Þjófnaður og innbrot

Tilkynningum um þjófnað fækkaði lítillega á milli mánaða. Heilt yfir bárust þó álíka margar tilkynningar og hafa borist að meðaltali síðustu 12 mánuði á undan. Af þjófnaðarbrotum fækkaði innbrotum mest á milli mánaða. Alls bárust 82 tilkynningar um innbrot í júlí miðað við 105 tilkynningar í júní.

Það sem af er ári hafa þó borist álíka margar tilkynningar um innbrot líkt og bárust að meðaltali fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan.

- Auglýsing -

Þónokkur fjölgun var á tilkynningum um nytjastuld ökutækja í júlí. Alls bárust 32 tilkynningar sem eru um 44 prósent fleiri tilkynningar en að meðaltali síðustu sex mánuði á undan.

Það sem af er ári hafa þó borist færri tilkynningar um nytjastuld en árin á undan.

Ofbeldis- fíkniefnabrotum fækkar

Alls barst 121 tilkynning um ofbeldisbrot í júlí og fækkaði þessum tilkynningum á milli mánaða. Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði einnig á milli mánaða. Í júlí var tilkynnt um 19 kynferðisbrot, er það þónokkur fækkun tilkynninga miðað við síðustu mánuði á undan.

- Auglýsing -

Það sem af er ári hafa verið skráð um 13 prósent færri kynferðisbrot á höfuðborgarsvæðinu samanborið við meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða og var eitt stórfellt fíkniefnabrot skráð í júlí.  Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði á milli mánaða en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -