Helga Agnars Jónsdóttir, íbúi í Hafnarfirði er heldur betur þakklát dásamlegum náungakærleika. Í fyrradag féll hún í jörðina á hundasvæðinu í Hafnarfirði og reyndist vera með brotið viðbein upp við axlarliðinn. Helga segir í samtali við Mannlíf að brotið sé afar sársaukafullt, en hún sé einstaklega þakklát konuna sem kom henni til bjargar.
Ókunn kona aðstoðaði hana við að standa upp og kalla á sjúkrabíl. Helga kallar hana bjargvættinn sinn.
Hér má sjá færsluna hennar Helgu:
„Yndislega kona sem varst með hundana þína á hundasvæðinu í Hafnarfirði í fyrradag . Ég veit ekkert hver þú ert. En þú varst algjör bjargvættur fyrir mig. Hjálpaðir mér á fætur eftir fall. Studdir mig að trjástubb, svo ég gæti sest. Hringdir á sjúkrabíl. Beiðst hjá mér og passaðir Lúnu litlu, tókst hana svo að þér og komst henni heim. Ég reindist með brotinn viðbeinenda upp við axlarliðinn. En það lagast. Takk fyrir elsku kona ,hver sem þú ert. Kv Helga.“
Birt með leyfi Helgu.