Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

„Ef fyrirtæki upplýsir ekki um skrópgjald er því ekki stætt á að innheimta gjaldið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Neytendasamtakanna segir samtökin skoða hvert tilfelli fyrir sig, sem berst þeim vegna svokallaðra skrópgjalda þjónustuaðila. Skróp viðskiptavina eru sögð stærsta vandamálið í þjónustu, en mikið tekjutap sé vegna þeirra á ári hverju. Margir þjónustuaðilar rukka því skrópgjöld, tilkynni viðskiptavinir ekki um forföll tímanlega. Mikilvægt er að sanngirni sé gætt beggja vegna borðsins.

Rukkaður um skrópgjald án skýringa

Í frétt sem birtist í gær var sagt frá manni sem var rukkaður um skrópgjald vegna tíma sem barn hans átti á snyrtistofu. Reikningnum fylgdu hins vegar engar skýringar og maðurinn varð að afla sér upplýsinga sjálfur. Auk þess var reikningurinn dagsettur fjóra mánuði aftur í tímann. Maðurinn segir líklegt að mistök hafi verið gerð, þar sem barn hans hafi sannarlega nýtt tímann. Hins vegar var hann gagnrýninn á upplýsingaleysið og velti því í framhaldinu upp hvort hver sem er gæti sent reikning á hvern sem honum hugnaðist, án nokkurs rökstuðnings.

Hann velti einnig fyrir sér skrópgjöldum í lagalegu tilliti; hvort tímapantanir væru bindandi viðskiptasamningar og hvort um lögmæta viðskiptahætti væri að ræða.

Verða að upplýsa um skrópgjald

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Mannlíf að í raun sé ekki hægt að setja út á skrópgjöld sem slík. „Það er eðlilegt að fyrirtæki reyni að tryggja að tímar séu nýttir og við vitum að skrópgjöld tíðkast víða. Ef hins vegar fyrirtæki upplýsir ekki um skrópgjald er því ekki stætt á að innheimta gjaldið.“

Mörg fyrirtæki krefjast þess að viðskiptavinir afbóki tíma ekki seinna en með sólarhrings fyrirvara. Þótt það sé ef til vill eðlilegt í mörgum tilvikum er það ekki alltaf raunhæft. Ýmislegt óvænt getur komið upp á, til að mynda veikindi.

Aðspurður hvernig þessar kröfur og tímaramminn horfi við honum segir Breki að vissulega geti verið tilfelli þar sem fyrirtæki gangi of langt, og stundum megi nýta tímana fyrir fólk á biðlista, til að mynda á snyrtistofum, hjá tannlæknum, sjúkraþjálfurum og á nuddstofum.

- Auglýsing -

„Ef fyrirtæki nær að nýta tímann væri óeðlilegt að innheimta líka skrópgjald. Þá finnst okkur líka skipta máli hvort um er að ræða óvænt veikindi sem upplýst er um fyrirfram eða hvort neytandi einfaldlega mæti ekki án nokkurra skýringa.

Að þessu sögðu þá skoðum við hvert tilfelli fyrir sig, svo sem hvort gjaldið sé óeðlilega hátt, hversu snemma er látið vita um forföll og hvort neytandi hafi verið upplýstur um skrópgjald.“

Þegar blaðamaður spyr Breka um kröfur í netbanka, líkt og þá sem maðurinn lýsti, segir hann að í raun sé ekki hægt að koma í veg fyrir slíkt „ef fyrirtækið telur sig eiga kröfu á neytandann.“ Hann tekur þó fram að neytendur eigi alltaf rétt á því að vita fyrir hvað sé rukkað.

- Auglýsing -

„Hins vegar er skrýtið að reikningurinn hafi farið á föðurinn án þess að hann hafi vitað af því, þar sem ekki er hægt að stofna kröfu í heimabanka nema kennitala liggi fyrir. Þá er ekki hægt að stofna kröfu á ólögráða börn,“ segir Breki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -