Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Bjarni opnar sig um samstarfið við Katrínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson , fjármála- og efnahagsráðherra, segir að gott samstarf og traust sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

„Það að vera góður samstarfsmaður felur í sér í huga mínum að maður viti hvað viðkomandi vill þegar við erum sammála og líka þegar við erum ósammála. Ég held að þannig samstarf hafi verið milli okkar allra í forystu ríkisstjórnarinnar, formanna flokkanna þriggja og reyndar bara gott samstarf á milli ráðherranna almennt.“

Bjarni segir að það sem hafi komið sér mest á óvart í samstarfi þeirra Katrínar sé hvað þau nálgist oft mál með ólíkum hætti. „Þá á ég til dæmis við að Katrín getur verið smámunasamari en ég hef tileinkað mér og það getur verið mikill kostur en stundum finnst mér það vera galli.“

„Ég er almennt ánægður í þessu stjórnarsamstarfi. Ég held að við séum með samsetningu á ríkisstjórn sem henti langbest við þær aðstæður sem eru uppi í landinu og blöstu við eftir síðustu kosningar.“

Bjarni segir að hann geti ekki sagt að það hafi margt komið sér á óvart varðandi samstarf stjórnarflokkanna en ef hann ætti að nefna eitthvað þá segir hann að það geti verið töluverð vinna að vera með þrjá flokka við borðið. „Oft og tíðum fer meiri tími og meiri vinna í það að stilla saman strengi en ég hefði kannski gert ráð fyrir. Ég er almennt ánægður í þessu stjórnarsamstarfi. Ég held að við séum með samsetningu á ríkisstjórn sem henti langbest við þær aðstæður sem eru uppi í landinu og blöstu við eftir síðustu kosningar.“

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -