- Auglýsing -
Tveir menn voru skotnir til bana á Blönduósi í morgun og einn var fluttur stórslasaður eftir skotárás í heimahúsi á Blönduósi í morgun. Annar hinna látnu er árásarmaðurinn. Hinn særði var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í morgun.
Ríkisútvarpið hefur eftir Birgi Jónassyni, lögreglufulltrúa á Norðurlandi vestra, að handtökur hafi átt sér stað vegna málsins. Hann upplýsti að fólkið sem í átti er Íslendingar, heimafólk á Blönduósi.
Von er á tilkynningu frá lögreglunni um harmleikinn í dag. Sérsveitarmenn eru komnir á staðinn til að rannsaka málið.