Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sjáðu myndirnar af heimili Ashton og Milu – Ein dýrasta „hlaða“ allra tíma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við vildum heimili, ekki bara fasteign,“ sagði Mila Kunis í samtali við architectural digest um heimili þeirra hjóna. Mila Kunis og eiginmaður hennar, Ashton Kutcher, hófu leitina að hinu fullkomna heimili þegar Mila var ólétt af þeirra fyrsta barni.
„Við vildum að húsið liti út eins og gömul hlaða sem hefði verið hér í áratugi, sem síðan var breytt í hús. Það þurfti hins vegar líka að vera nútímalegt og viðeigandi,“ segir Kutcher en svo virðist sem þau hjónin hafi fundið einmitt það sem þau leituðu að. Heimilið skiptist niður í aðalhús sem tengist svokölluðu gestarými. Auk þess er frístandandi grillskáli á lóðinni en hvert sem litið er, er töfrandi útsýni.
Hjónin höfðu útbúið hugmyndatöflur þar sem þau settu myndir af húsum sem þeim þótti fallegust. „Þegar við skoðuðum töflur hvors annars voru 90 prósent af myndunum sem við völdum þær sömu og flest hönnuð af Howard,“ sagði Kutcher og vísar til arkitektsins Howard Backen hjá Backen & Gillam Architects. Það var þeim því ekki erfið ákvörðun að ráða Howard Backen og af myndum af dæma, tókst ansi vel til.
Stórglæsilegt – Það vantar ekki dagsbirtuna í þetta rými.
Hjónaherbergið virðist heldur lítið miðað við stærð hússins. Óvanalegur gluggi úr herberginu niður í aðalrými eins og sjá má hér að ofan.
Það er ekki amalegt að skella sér í bað með þessu útsýni
Barnaherbergið. Stílhreint og snyrtilegt
Setustofa
Og að lokum, önnur mynd úr eldhúsinu hér að ofan. Takið eftir matardöllum hundanna í innréttingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -