Rokklandskóngurinn Ólafur Páll Gunnarsson hefur verið felldur af stalli sínum á Rás 2. Óli Palli hefur um árabil verið óskoraður leiðtogi á Rás 2. Þannig hefur hann verið andlit og rödd Rásarinnar við hin ýmsu tækifæri eins og á árlegu Tónaflóði í miðborg Reykjavíkur sem hann stofnaði til upphaflega. Í ár kvað svo við nýjan tón þegar sá ofurhressi Siggi Gunnars var mættur til að kynna viðburðinn. Siggi var fenginn af K 100, útvarpsstöð Moggans, til að stjórna tónlistarflutningi á Rás 2. Sitt sýnist hverjum um öll þau strumpalæti sem honum fylgja. En hann hefur tekið til hendinni og gamli Rokklandskóngurinn er niðurlægður, horfinn úr hásæti sínu. Sumum þykir sem illa sé farið með góðan dreng en aðrir fagna endurnýjuninni og segja Sigga vera hinn nýja Messías Rásarinnar …